Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Barnaverndar­málum fjölgar í Reykjanesbæ
Föstudagur 9. apríl 2021 kl. 06:50

Barnaverndar­málum fjölgar í Reykjanesbæ

Í janúar 2021 bárust barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar 58 tilkynningar vegna 49 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 22. Á sama tíma árið 2020 voru tilkynningarnar 46 vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru fjórtán.

Í febrúar 2021 bárust 53 tilkynningar vegna 44 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 21. Á sama tíma árið 2020 voru tilkynningarnar 39 vegna 34 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru sautján.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í janúar og febrúar 2021 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, öðrum og skóla.

Á árinu 2021 voru helstu ástæður tilkynninga grunur um vanrækslu, umsjón og eftirlit, neysla foreldra, tilfinningalegt ofbeldi, heimilisofbeldi og áhættuhegðun barns, neysla og barn beitir ofbeldi.

Heildarfjöldi barnaverndarmála í lok febrúar 2021 var 244 mál sem er töluverð aukning frá árinu 2020 en þá var fjöldinn 187 mál. Heildarfjöldi nýrra mála á árinu 2021 er 46 og fjöldi lokaðra mála á sama tíma er 31 auk eins máls sem flutt var til annarrar barnaverndarnefndar.